Vesturbyggð: fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í dag

Ráðhús Vesturbyggðar.

Í dag kl 17 hefst fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Ekki er komin niðurstaða í ráðningu bæjarstjóra og verður Gerði Björk Sveinsdóttur veitt umboð sem staðgengill bæjarstjóra. Páll Vilhjálmsson, oddviti N -lista vildi ekkert segja um það hvernig staðan væri.

Kosið verður í fastanefndir og rætt um nafn á nýja sveitarfélagið. Miðað er við að leggja tillögur að nafni fyrir íbúa sveitarfélagsins.

DEILA