Togarinn Stefnir ÍS seldur til Grænhöfðaeyja

Stefnir ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Skuttogarinn Stefnir ÍS 28 hefur verið seldur til Cabo Verde og lýkur þar með nær hálfrar aldar vestfirskri útgerð skipsins.  Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG staðfestir það ívið Bæjarins besta.

Fulltrúar kaupenda eru komnir til Ísafjarðar og vinna við að gera skipið klárt fyrir brottför.

Togarinn hét áður Gyllir ÍS 261 og var smíðaður í Flekkefjord í Noregi fyrir Útgerðarfélag Flateyrar hf. og kom til Flateyrar 16. mars 1976.  Árið 1993 komst skipið í eigu Íshúsfélags Ísfirðinga hf, sem sameinaðist árið 2000  Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf. 

Einar Valur segir að útgerð skipsins hafi alla  tíð gengið vel og giftusamlega og það hafi lagt mikið til vestfirsks  atvinnulífs.

DEILA