Suðurtangi: tilboð 64 m.kr. – 5% undir kostnaðaráætlun

Suðurtangi. Mynd: Ísafjarðarbær.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka tilboði Verkhaf ehf í gatnagerð í Kríutanga og Hrafnatanga.

Gera skal nýja götu, Kríutanga og hluta af Hrafnatanga með niðurfallslögnum og niðurföllum,
styrkar- og burðarlagi undir malbik. Í Hrafnatanga skal jafnframt leggja vatnslögn og holræsalagnir. Gerð
bílastæða við Kríutanga fyrir rútur, leggja niðurfallalagnir ásamt styrktar- og burðarlagi er einng í tilboðinu. Verkinu skal vera að fullu lokið 6. ágúst 2024.

Fjögur tilboð bárust og var tilboð Verkhaf ehf lægst 64 m.kr. en kostnaðaráætlun er 68 m.kr.

Tilboð bárust einng frá Keyrt og mokað ehf 76,8 m.kr. , Grjótverki ehf 94,2 m.kr. og Gröfuþjónustu Bjarna 89,8 m.kr.

DEILA