Súðavík: malbikunarframkvæmdir fyrir 18 m.kr. í sumar

Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson..

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt að ráðast í malbikunarframkvæmdir í sumar. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri segir að áformað sé að malbika veg á suðurgarði Súðavíkurhafnar, hafnartangann ásamt bílastæði við Aðalgötu 30, plan við Aðalgötu neðan minningarreits (þar er snúningsplan fyrir rútur og ferðamenn) ásamt hlulta af vegslóða fram Árdal upp að geymslusvæði Súðavíkurhrepps. Bragi Þór segir önnur svæði séu smáblettir sem þarf annað hvort að laga eða nýlögn s.s. bílastæði við minningarreit við Túngötu. Heildar flötur er um 2500 fermetrar, en gæti verið meira þar sem í skoðun er að breikka hluta þess vegar sem lagt verður yfir.

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri.

DEILA