Strandveiði: 282 tonn komin í maí

Snábátaflotinn í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls hafa liðlega 50 strandveiðibátar landað um 282 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn þar sem af er maímánuði. Að auki hafa sjóstangveiðibátar landað liðlega 12 tonnum.

Í þessari viku voru ekki nema tveir dagar sem róið var, þriðjudag og fimmtudag.Komu 26 tonn á land fyrri daginn og 28 tonn seinni daginn og voru um 50 bátar á sjó hvorn dag.

Í síðustu viku var hins vegar róið í fjóra daga og varð aflinn um 111 tonn af liðlega 50 bátum.

DEILA