Pósturinn: Þrjú ný póstbox

Nýjum póstboxum fjölgar stöðugt. Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að í næsta mánuði verða þau orðin alls 100 talsins og að þau eru vinsælasti kosturinn hjá Póstinum.

„Fólk kann vel að meta að geta sótt pakka og póstlagt í póstbox hvenær sem er, árið um kring,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina.

Nýlega bættust við póstbox í Búðardal, Súðavík og á Suðureyri.

„Uppsetning hefur gengið vonum framar og við höldum áfram að finna nýja staði fyrir póstbox og koma þeim fyrir á stöðum þar sem þörfin er hvað mest. Við hvetjum alla til að prófa að nota póstbox. Þetta ein þægilegasta og hagkvæmasta leiðin til þess að sækja og senda sendingar í dag,“ segir Ósk Heiða.

DEILA