Ný stjórn Landverndar

Ný stjórn Landverndar. Myndir: aðsendar.

Snæbjörn Guðmundsson og Kristín Macrander hlutu sérstakar viðurkenningar Landverndar í náttúru- og umhverfisvernd á aðalfundi sem haldinn var í Gufunesbæ í Grafarvogi í gær , fyrir mikilvæga þátttöku sína og árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Snæbjörn var um skamma hríð formaður Landverndar, en veitir nú forystu samtökunum Náttúrugrið sem hafa náð miklu árangri í náttúruvernd á síðustu misserum.  Kristín hefur sýnt mikla þrautseigju í loftslagsmálum og tekið þátt í þeim í langan tíma þótt ung sé að árum.

Að lokinni kosningu um helming stjórnarfulltrúa skipa þessi nýja stjórn Landverndar.

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður.

Jóhannes Bjarki Tómasson Urbancic, ritari.

Gunnlaugur Friðriksson.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.

Guðmundur Steingrímsson.

Einar Þorleifsson.

Kristín Helga Gunnarsdóttir.

Ný inn:

Helga Hvanndal.

Kristín Vala Ragnarsdóttir.

Stefán Örn Stefánsson.

Kosið var um fimm af tíu fulltrúum, en aðrir fimm voru kosnir til tveggja ára, í þeim hópi er Þorgerður María Þorbjarnardóttir sem er áfram formaður Landverndar. Kristín Helga Gunnarsdóttir og Einar Þorleifsson voru endurkjörin í stjórn, en inn koma þrír nýir stjórnarmenn, Helga Hvanndal, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Stefán Örn Stefánsson. Ágústa Jónsdóttir, varaformaður og Margrét Auðunsdóttir, gjaldkeri gengu úr stjórn. Ný stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, loftslags og orkumálaráðherra ávarpaði fundinn, en Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafi Landverndar var aðalgestur fundarins og ræddi orkumál.

Guðlaugur Þór ávarpaði aðalfundinn.

DEILA