NASF: 46.000 undirskriftir gegn opnu sjókvíaeldi

Fr´afhendingu undirskriftanna í gær á Austurvelli. Mynd: NASF.

Í fréttatilkynningu frá verndarsjóði villtra laxastofna, NASF, segir að eftir slysasleppingu síðastliðið haust hafi Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) hafið undirskriftarsöfnun ásamt samstarfsaðilum undir heitinu „Þetta leyfðum við, bætum fyrir það“ þar sem byggt á þeirri staðreynd að stofnstærð villta Norður-Atlantshafslaxins hefur minnkað um 70% á undanförnum 25 árum.

Í tilkynningunni segir : „Í Noregi, Skotlandi, Kanada og Bandaríkjunum er lítið orðið um ómengaða stofna Atlantshafslax vegna erfðablöndunar við eldislax og því þarf að leggja af allt sjókvíaeldi við strendur Íslands. Í sjókvíaeldi á Íslandi er notast við framandi, frjóa, norska tegund og vitað er að eldisfyrirtækjum hefur alls staðar í heiminum reynst ómögulegt að halda eldislaxinum í sjókvíum. Ein afleiðing þessa var eitt stærsta umhverfisslys Íslandssögunnar þegar 3.500 eldislaxar sluppu úr sjókví Arctic Fish á Patreksfirði með þeim afleiðingum að á fimmta hundrað eldislaxa veiddust í þekktum ám um allt land og rataði sá súrrealíski farsi beint í áramótaskaupið. Ekki er enn vitað hve mikið af eldislaxi náði að hrygna í íslenskum ám síðastliðinn vetur og mun það taka einhver ár að ná utan um umfang tjónsins.“

NASF, hafi ásamt samstarfsaðilum á borð við Icelandic Wildlife Fund, Landssamband Veiðifélaga, Aegis, Völu Árnadóttur, Landvernd, VÁ!, Patagonia og fleiri á undanförnum vikum lagt ríka áherslu „að Ísland sé síðasta athvarf villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi. Eins og útlitið er með lagareldisfrumvarpið núna þá mun villti íslenski laxastofninn deyja út á komandi árum ef ekki verður gripið strax til aðgerða.“

Loks segir að NASF hvetji aðila sem annt er um villta laxastofninn og náttúru Íslands að mótmæla lagareldisfrumvarpinu með því að setja þrýsting á þingmenn síns kjördæmis.

DEILA