Lokað á talknafjordur.is

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Lokað hefur verið fyrir aðgengi að vefsíðu Tálknafjarðarhrepps talknafjordur.is og er vísað á vefsíðu Vesturbyggðar. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um Vesturbyggð, svo sem fundargerðir og aðrar upplýsingar fyrir sameiningu, en ekki er að finna neina vísun á upplýsingar um Tálknafjarðarhrepp.

Þegar leitað var eftir upplýsingum hjá Vesturbyggð var vísað á vefslóðina old.talknafjordur.is en ekki reynist unnt að fara inn á talknafjordur.is. Fundargerðir sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og nefnda eru því ekki aðgengilegar.

DEILA