Karl Sigurðsson 106 ára í dag

Karl Sigurðsson Ísafirði er 106 ára í dag 14. maí. Hann fæddist árið 1918 á Ísafirði, í húsi sem kallast Rómaborg og tilheyrir í dag Sundstræti. Á fyrsta ári Karls flutti fjölskyldan út í Hnífsdal og þar bjó hann stærstan hluta ævi sinnar. Eiginkona hans var Kristjana Hjartardóttir. Hún lést árið 2013. Kristjana átti fyrir einn dreng, Grétar. Saman áttu þau fimm börn að auki – Ásgeir Kristján, Guðrúnu, Hjördísi, Sigríði Ingibjörgu og Halldóru.

Karl átti farsælan skipstjórnarferil en lengstan tíma var hann á Mími eða alls 25 ár. Eftir að síldin fór breyttist margt í útgerð á Íslandi. Hanni hafði verið meðeigandi í útgerðarfyrirtæki Mímis en ákveðið var að leggja það niður. Hann fékk greiddan sinn hlut og ákvað að fara í land.

Karl er heiðursfélagi í félagi eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.

DEILA