Ísafjarðarbær: þrjú tilboð í slátt á opnum svæðum

Flateyri.

Þrjú tilboð bárust í slátt á opnum svæðum í Ísafjarðarbæ en voru opnuð 29. apríl 2024.

Kjarnasögun ehf. bauð eitt í alla byggðarkjarnana og var tilboð fyrirtækisins lægst í öllum kjörnunum.

Samanlagt tilboð fyrirtækisins var 10.204.624 kr. en í fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir 12.190.00 kr.

Ívar gröfumaður ehf bauð í slátt á Flateyri og Toppgarðar ehf bauð í slátt á Ísafirði, Hnífsdal og Flateyri.

Bæjarráðið samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að taka tilboði Kjarnasögunar í slátt opinna svæða 2024.

DEILA