Ísafjarðarbær: mótmælir ekki tillögum á Alþingi um bann við sjókvíaeldi

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að bæjarráð hafi ákveðið að gera ekki umsögn um breytingartillögu frá Gísla Rafni Ólafssyni (P) þar sem lagt til að sjókvíaeldi verði bannað. Að sögn Örnu vildi bæjarráðið einblína á frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi og sendi inn umsögn um það en ekki breytingartillöguna.

Sjö þingmenn hafa að auki lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum og sendi Ísafjarðarbær ekki inn umsögn um það mál.

Arna Lára var þá innt eftir því hvað þessi afstaða Ísafjarðarbæjar þýddi.

„Okkar mat var að þessi breytingartillaga hafi ekki verið sett fram af fullri alvöru heldur mikið frekar til að slá pólitískar keilur og rímar hreint ekki við þann veruleika sem við búum í. Ísafjarðarbær er fylgjandi sjálfbærri uppbyggingu fiskeldis sem byggir menntun og rannsóknum. Greinin hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif þróun samfélags og byggðar á Vestfjörðum. Það er ekki mál sem kjörnir fulltrúar eiga að umgangast með þessum hætti.“

DEILA