Harmleikur í Bolungavík: okkur er brugðið

Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Okkur er verulega brugðið segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík. „Þetta er harmleikur sem átti sér stað en rétt að taka fram að ekki er hættuástand. Bolungavík er friðsælt samfélag“

Tveir létust í gær í heimahúsi í Bolungavík. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Þá segir að eins og staðan er bendi ekkert til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað.

Jón Páll segir að „okkar hlutverk er að sýna hluttekningu og vera til staðar fyrir þá sem eiga um sárt að binda.“

DEILA