Franskur högglistamaður kemur til Patreksfjarðar

Minnisvarðinn á Patreksfirði. Mynd: Morgunblaðið.

Franski lista­mað­urinn Henri Patrick Stein, sem er Patreks­firð­ingum kunnur fyrir verk hans til minn­ingar um franska sjómenn, er vænt­an­legur til Patreks­fjarðar á ný að kvöldi 17. júní næst­kom­andi. Stein ætlar að vinna listaverk í stein nálægt höfninni með slípirokk og meitlum, áætluð verklok eru 25. júní. Verkefnið hlaut styrk frá menningar- og ferðamálaráði Vesturbyggðar.

Óskar eftir aðstoðarfólki

Hann óskar eftir að fá aðstoðarfólk í sjálfboðaliðastarfi, sem hefur áhuga á að læra réttu handtökin við steinsmíði og fleira. Engin krafa er gerð um þekkingu á steinsmíði, einungis áhugi á að fegra bæinn og að kynnast listgreininni. Starfið er ólaunað. Nauðsynleg verkfæri verða á staðnum. Gisting verður útveguð sjálfboðaliðum sem koma annars staðar frá. Þá væri vel þegið ef heimamenn gætu lánað herbergi og/eða annað húsnæði fyrir þá.

Henri Patrick Stein er franskur högglistamaður sem hannaði og reisti minnisvarðann um franska sjómenn á Patreksfirði árið 2002. Upphaflega stóð til að hann kæmi og reisti nýja verkið 20 árum seinna, það er árið 2022, en Covid faraldurinn setti strik í reikninginn. Hann hefur komið víða við og hefur meðal annars unnið skúlptúra og ufsagrýlur nýverið fyrir endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París. Hjónin María Óskarsdóttir og Halldór Árnason eru hvata- og umsjónarmenn verkefnisins, þau hafa lengi vel staðið að sýningu í tengslum við franska sjómenn á heimili þeirra að Mýrum 8 á Patreksfirði og gefið út bækur um efnið.

Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Maríu í síma 892 5059, auk þess veitir menningar- og ferðamálafulltrúi nánari upplýsingar í tölvupósti og síma. Heimamenn sem geta lánað húsnæði hafið samband við Maríu.

DEILA