Fisktækniskólinn: átta Vestfirðingar útskrifast

Fimm af átta vestfrisku nemendunum voru viðstaddir útskriftina. Mynd: Fisktækniskólinn.

Á mánudaginn voru útskrifaðir 30 nemendur úr Fisktækniskóla Íslands, þar af luku 11 prófi af Fisktæknibraut, þ.e. tveggja ára grunnnámi.

Frá Vestfjörðum útskrifuðust átta nemendur af námsbrautinni úr fisktækni, gæðastjórn og fiskeldi.

Fisktækniskólinn er fjölþjóðlegur og þjónar nemendum um landið allt að vanda. Nemendur komu víða að á þessu skólaári s.s. frá Sómalíu. Þá var hópur pólskra nemenda kom frá ýmsum fyrirtækjum, einnig var talsverður fjöldi nemenda sem sat Fiskeldistækninámið í fjarnámi frá Vestfjörðum.

Á skólaárinu í heild hafa 104 nemendur útskrifast frá Fisktækniskóla Íslands frá hausti fram á vor, allt nemendur sem eru klárir til að leggja sitt af mörkum á hátæknilegum vinnumarkaði á sínu sviði innan bláa hagkerfisins.

Heimabyggð skólans er í Grindavík en útskriftin fór fram í húsnæði sjávarklasans í Reykjavík.

DEILA