Eldisfiskur í apríl 1.112 tonn

Eldisfiskflutningaskipið Novatrans í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Slátrað var 336 tonnu af eldisfiski á Bíldudal í aprílmánuði samkvæmt upplýsingum hafnarstjóra Vesturbyggðar og í Bolungavík var landað 776 tonnum af eldisfiski. Samtals var landað til slátrunar á Vestfjörðum 1.112 tonnum af eldisfiski í aprílmánuði.

Er það óvenjulítið miðað við tölur síðustu mánaða. Í október 2023 var slátrað 2.608 tonnum á Bíldudal og 1.528 tonnum í Bolungavík eða samtals 4.136 tonnum. Nemur magnið í síðasta mánuði um 27% af októbertölunum.

Í Bolungavík var landað 1.151 tonnum af bolfiski í apríl og að viðbættum eldisfiskinum komu 1.927 tonn til löndunar í mánuðinum.

DEILA