Bátasmiðjan flytur á Flateyri

Hafnarbakki 5, Flateyri.

Bátasmiðjan á Suðureyri hefur fest kaup á stóru húsnæði Hafnarbakka 5 á Flateyri og segir Þórður Bragason, eigandi að fyrirhugað sé að flytja starfsemina þangað. Húsnæðið sé mun stærra en núverandi aðstaða í áhaldahúsinu við höfnina á Suðureyri og það sé auk þess leiguhúsnæði.

Seljandi er athafnamaðurinn Elías Guðmundsson á Suðureyri sem gerir út sjóstangveiðibáta á báðum þessum stöðum og mun Bátasmiðjan þjónustan bátana.

Bátasmiðjan hefur verið starfrækt síðustu þrjú árin og annast einkum viðgerðir á plastbátum. Þórður segir að nýja húsnæðið gefi fleiri möguleika og áformað er að bjóða bátaeigendum að koma með báta sína til viðgerðar þannig að það verði nokkurs konar bátahótel.

Þórður Bragason.

DEILA