Vesturbyggð: engir fundir

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Bæjarstjón Vesturbyggðar kom síðast saman 20. mars sl. eða fyrir nærri fjórum vikum. Síðasti fundur í fastanefnd bæjarins var hjá hafna- og atvinnumálaráði var 14. mars. samkvæmt fundayfrliti á heimasíðu sveitarfélagsins. Frá síðasta fundi bæjarstjórnar hafa engir fundir verið haldnir og fyrirhuguðum fundi bæjarstjórnar sem vera átti á morgun hefur verið frestað um viku enda væntanlega engin mál á dagskrá.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur ekki komið saman síðan 12. mars eða í fimm vikur.

Þórdís Sif Sigurðardottir, bæjarstjóri var innt eftir því á föstudaginn hvers vegna engir fundir hafi verið.

Engin svör hafa borist.

DEILA