Verðskuldaður heiður

Heiðursborgarinn Jón Páll Halldórsson og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri. Mynd: Pálmi Kr. Jónsson.

Það var mér sem öðrum vinum Jóns Páls gleðifregn, að hann hefði verið kjörinn heiðursborgari Ísafjarðar.  Hann er svo sannarlega vel að því kominn. 

Tryggð Jóns Páls við átthagana er einstök. Framlag hans til atvinnulífs og atvinnuuppbyggingar Ísafjarðar var til fyrirmyndar. Frumkvæði hans að stofnun Menntaskólans á Ísafirði verður seint metið að verðleikum. Og rannsóknir hans og ritstörf á efri árum, um atvinnu- og byggðarsögu Vestfjarða, mun lengi halda nafni hans á loft. 

Við Bryndís óskum honum og hans nánustu hjartanlega til hamingju með verðskuldaðan heiður.

Jón Baldvin og Bryndís

(Höfundur var fyrsti skólastjóri MÍ 1970-79)

DEILA