Tálknafjarðarhreppur: svarar ekki erindum – kært til innviðaráðuneytis

Eysteinseyri í Tálknafirði.

Við undirrituð Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir ábúendur á Eysteinseyri undrum okkur á afgreiðslu sveitastjóra og oddvita Tálknafjarðarhrepps varðandi fyrirspurnar okkar þar sem við teljum að verið sé að ofrukka okkur um sorpgjöld frá 2019. Við vorum með samning við Gámaþjónustu Vestfjarða og síðan Kubb um sorphirðu og gerðum sveitastjóra grein fyrir því. Þrátt fyrir samtöl og  tölvupósta fengum við  hvorki svör eða leiðréttingu. Þess vegna leituðum við til lögfræðings sem hefur sent sveitafélaginu þrjú bréf, honum hefur ekki borist nein svör og þess vegna hefur hann lagt inn kæru vegna málsins til innviðaráðuneytis. Á okkur hafa verið lögð gjöld langt umfram aðra. Hörmum þessa framkomu í okkar garð og krefjumst þess  að gengið verði frá þessu máli strax.

Marinó Bjarnason

Freyja Magnúsdóttir

Eysteinseyri, Tálknafirði

DEILA