Sundahöfn: dýpkun skotgengur

Hein við dýpkun í Sundahöfn í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Hollenska dýpkunarskipið Hein hóf dýpkun í Sundahöfn í gær. Ekki tókst að losa sandinn við Norðurtangann eins og til stóð þar sem of grunnt er þar og skipið hafði ekki nógu langt rör til að blása sandinum innfyrir fyrirstöðugarðinn. Var því farið með sandinn úr í Djúpálinn og honum losað þar. Samkvæmt upplýsingum á Marine traffic fór skipið 5 ferðir í gær. Hilmar Lyngmó, hafnarstjóri segir að um 2.000 tonn af sandi séu í hverri ferð. Nú hefur fengist heimild til þess að losa sandinn í Suðurtanga við geymsluhúsnæði og geyma hann þar. Átti Hilmar von á því að fyrsta losunin yrði nú á eftir.

Alls er áætlað að að ná um 50 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr Sundahöfn og svipuðu magni úr Sundunum.

DEILA