Suðureyri: vilja fleiri lóðir við Höfðastíg utan hættumats

Fyrstu drög að hugmynd að breyttu deiliskipulagi.

Félagið Nostalgía á Suðureyri hefur óskað eftir breytingum á deiliskipulagi á Suðureyri þannig að byggingarlóðum við Höfðastíg fjölgi.

Þann 2.9 2022 gerðu Ísafjarðarbær og Nostalgía ehf með sér samning um lóðir við Höfðastíg á Suðureyri og farið var í framkvæmdir. Nú þegar er búið að fara í gatnagerð og tvö fyrstu húsin eru komin í notkun. Þrjú önnur hús voru þegar fyrir byggð við Höfðastíg. Fjórar aðrar lóðir eru á skipulagi og hægt er að byggja á þeim samkvæmt samningi. En aðrar leiðir eru mögulega betri segir í erindi Nostalgíu og er óskað eftir því við Ísafjarðarbæ að fara í breytingar á deiliskipulagi svæðisins á kostnað Nostalgíu.

„Markmið með breytingu á deiliskipulagi er að nýta svæðið betur sem er utan hættumats vegna ofanflóða og færa þær lóðir sem eru teiknaðar innan hættumats út fyrir hættumatið. Lóðum við tilbúna götu myndi þá einng fjölga. Slík breyting myndi þá gera það að verkum að svæði sem er innan hættumats gæti þá verið nýtt til útivistar á sumrin með því að koma þar fyrir ilströnd, tjaldsvæði og almennum aðbúnaði tengt útivist og íþróttaiðkun.“

.

DEILA