Snjóflóð í Hestfirði í gærkvöldi

Fjöldi bíla  komst ekki leiðar sinnar um Ísafjarðadjúp í kvöld vegna snjó- og krapaflóðs sem féll í Hestfirði um kl 20:30 í gærkvöld (mánudagskvöld). Mesta mildi þykir að enginn hafi orðið fyrir flóðinu enda var það mjög kröftugt, breitt og náði niður í sjó. Flóðin fór yfir veginn og reif með sér vegrið sem þar var, flóðið var dýpst um 2 metrar og  yfir 50 metra breitt þar sem það kom yfir veginn.  Á annan tug bíla beið báðum megin við flóðið eftir að komast ferðar sinnar, sumir þeirra biðu í á aðra klukkustund eftir að hjólaskófla frá Vegagerðinni kom frá Súðavík og að flóðinu til að hreinsa það af veginum. Það tók svo um 20 mínútur að opna leið í gegnum flóðið eftir að hjólaskóflan mætti á svæðið.

Hér má sjá stutt drónavideó sem Haukur Vagnsson frá Bolungarvík tók af flóðinu. https://wetransfer.com/downloads/aef9cc5784d19504bdf1cf316ccebeb320240423011531/e43099970046b3cc7484ac3b1cb2d28c20240423011531/1a5496

Myndir af vettvangi. Haukur Vagnsson.

DEILA