Landeldi eiganda Patagoníu í greiðslustöðvun

Forstjóri Sustainable Blue Kirk Havercroft lengst til hægri ásamt samstarfsfólki.

Fyrirtækið Sustainable Blue í Nova Scotia í Kanada, sem eldur Atlantshafslax á landi hefur fengi greiðslustöðvun vegna fjárhagserfiðleika. Meðal eigenda fyrirtækisins er Yvon Chouinard, stofnandi Patagoniu sem mjög hefur beitt sér gegn sjókvíaeldi, meðal annars á Íslandi. Nýlega var frumsýnd í Reykjavík heimildarmynd um sjókvíaeldi sem Patagonia framleiðir. Þar er varað við sjókvíaeldi og fyrirtækið bendir á landeldi í staðinn.

Fram kemur í frétt SalmonBuisness um málið í gær að landeldisfyrirtækið hafi í nóvember síðastliðnum orðið fyrir bilun í búnaði stöðvarinnar sem leiddi til þess 100.000 laxar í eldinu drápust. Varð það til þess að fyrirtækið gat ekki staðið skil á greiðslum af lánum.

Fyrirtækið var stofnað 1995 á Englandi en var flutt til Nova Scotia árið 2007 og hafa andstæðingar laxeldis í sjó lofað landeldi þess sem framtíð fiskeldis, samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni. Meðal þeirra er Hilary Franz, sem titluð er umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum og kom hingað til lands til þess að vera viðstödd frumsýningu myndar Patagoniu.

Framtíð stöðvarinnar og 32 starfsmanna þess ræðst nú af hvernig gengur að semja um skuldir fyrirtækisins.

DEILA