Dynjandisheiði opin

Á Dynjandisheiði er vegurinn opinn en þæfingsfærð og skafrenningur. Steingrímsfjarðarheiði er fær svo og Klettháls, en Þröskuldar eru ófærir og unnið að mokstri. Vegagerðin segir að töf verði á opnun vegna bíla sem eru fastir á veginum.

Hálka eða hálkublettir eru víða. Þæfingsfærð er á Ennishálsi. Ófært er norður í Árneshrepp.

Dregið hefur úr vindi frá því í gær og er veður skaplegt. Nokkur vindur er á Kletthálsi og Hálfdán.

DEILA