Drangsnes: ungmennafélagið Neisti 100 ára

Á aldarafmælinu voru Friðgeir Höskuldsson, Guðbjörg Hauksdóttir og Óskar Torfason heiðruð fyrir stöf þeirra í þágu félagsins.

Ungmannafélagið Neisti á Drangsnesi hélt upp á aldarafmæli sitt á skírdag með afmælishófi í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi þar sem öllum var boðið að koma og taka þátt í hátíðahöldunum.

Félagið var stofnað 8. mars 1924 og hefur um tíina staðið fyrir ýmsum framfaramálum og eins æskulýðsstarfsemi. Mðal fyrstu verka félagsins var bygging sundlaugar í Hveravík um 1940. Síðar hefur félagið komið upp grasknattspyrnuvelli á Drangsnesi, sparkvelli við skólann og ærslabelg fyrir yngstu kynslóðina. Á vegum félagsins hefur verið íþróttastarfsemi, einkum í frjálsum íþróttum og um tíma skíðaiðkun. Rak félagið skíðalyftu í fjallinu fyrir ofan þorpið sem var mikið notuð á snjóaaárunum 1985 – 95.

Formaður ungmennafélagsins Neista er Sigurbjörg Halldórsdóttir.

Í tilefni af afmælinu voru pantaðir nýir búningar.

Myndir: Óskar Torfason.

DEILA