Bolungavík: Kerecis spyrst fyrir um lóð

Kerecis, Ísafirði.

Kerecis á Ísafirði hefur spurst fyrir um lóð í Bolungavík fyrir starfsemi sína. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri staðfestir það í samtali við Bæjarins besta. Hann segir að Kerecis hafi verið skýrt frá því hvaða lóðir væru til reiðu og var bent á iðnaðarlóðir inn á Sandi sem fyrirtækið gæti sótt um.

Jón Páll sagði að sveitarfélagið væri með mikið framboð af lóðum, bæði til atvinnustarfsemi af ýmsu tagi og íbúðarhús. Hann sagði að margar fyrirspurnir bærust um lóðir og greinilega væri mikill áhugi. Sagðist Jón Páll vera bjartsýnn á áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri.

DEILA