Úthlutað úr Lýðheilsusjóði 

Frá úthlutun styrkja úr Lýðheilsusjóði í mars 2024

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur tilkynnti um úthlutun styrkjanna, sem samtals nema rúmlega 92 milljónum króna og renna til 158 verkefna og rannsókna.

Fjölbreytt verkefni um land allt sem snúa að öllum aldurshópum hljóta styrkina í ár. Við mat á umsóknum fyrir árið 2024 var einnig sérstaklega horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.

„Það er alltaf ánægjuleg stund þegar kemur að úthlutun styrkja úr Lýðheilsusjóði. Aðgerðirnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og er ætlað að stuðla að betri vellíðan og seiglu í samfélaginu. Framlög til sjóðsins voru aukin um 20 milljónir á þessu ári og ég óska styrkþegum innilega til hamingju“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær falla að hlutverki sjóðsins.

Þeir aðilar sem hlutu hæsta styrki voru: Foreldrahús VERA heildstætt langtímaúrræði fyrir unglinga í fikti og neyslu 4.000.000 kr. SÁÁ Sálfræðiþjónusta barna 3.000.000 kr. Krabbameinsfélag Íslands Verkferlar og aðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólk varðandi meðferð gegn nikótínfíkn. 2.500.000 kr.

Af öðrum styrhöfum má nefna : Grunnskólinn Í Bolungavík Heilbrigði og velferð nemenda 300.000 kr. Menntaskólinn á Ísafirði Forvarnir eins og hentar 300.000 kr. Ísafjarðarbær Heilsuefling eldri borgara í Ísafjarðarbæ 300.000 kr

DEILA