Strandagangan: 200 keppendur

Keppendur ræstir af stað í fögru veðri.

Strandagangan var haldin dagana 9. og 10. mars í Selárdal í Steingrímsfirði. Þetta var í þrítugasta sinn sem keppnin var haldin er fyrsta Strandaganga var 1995.

Keppt var í þremur göngugreinum, 20 km, 10 km og 4 km göngu.

Mest var aðsóknin í 20 km göngunni en þar luku 117 manns göngunni.Í karlaflokki varð Dagur Benediktsson fyrstur í mark og Snorri Einarsson annar, báðir frá Ísafirði. Alls voru 64 karlar í göngunni.

Konurnar voru 53 og þar varð fyrst Jónína Kristjánsdóttir frá Ólafsfirði.

Í 10 km göngunni var 41 keppandi. Karlarnir voru 15 og þar varð fyrstur í mark heimamaðurinn Jökull Ingimundur Hlynsson, sem er aðeins 13 ára gamall. Konurnar voru mun fleiri eða 26 og þar sigraði Birna Dröfn Vignisdóttir frá Skíðafélagi Strandamanna, sem einnig er 13 ára.

Loks var keppt í 4 km göngu. Þar voru 45 keppendur. Fyrstur 15 karla var hinn 12 ára gamli Friðgeir Logi Halldórsson frá Skíðafélagi Strandamanna og konurnar voru 30 og þar varð fyrst Íris Jökulrós Ágústsdóttir, Skíðafélagi Strandamanna, en hún er einnig aðeins 12 ára gömul.

Skíðaskotfimi

Seinni keppnisdaginn var keppt í skíðaskotfimi. Þátttaka var allgóð alls 33 keppendur. Í ungmennaflokki kepptu 11. Jökull Ingimundur Hlynsson var efstur drengja og Birna Dröfn Vignisdóttir sigraði í kvennaflokki, en voru 8 keppendur.

Í fullorðisflokki kepptu 22. Þar varð Snorri Einarsson, Ísafirði efstur karla og Sunna Kristín Jónsdóttir efst kvenna, en hún er frá Skíðagöngufélaginu Ulli.

Frá verðlaunaafhendingu.

Kampakátur verðlaunahafar.

Keppnin fór fram í Selárdal í Steingrímsfirði norðanverðum.

Kaffihlaðborðið er ekki amalegt í Strandagöngunni.

Myndir: Sveinn Ingimundur Pálsson.

DEILA