Skotís: 15 verðlaun um helgina í skotfimi og bogfimi

Frá mótinu á Ísafirði.

Félagar í Skotíþróttafélagi Ísafirði gerðu það gott á tveimur mótum um helgina. Á Ísafirði var haldið landsmót í tveimur greinum skotíþrótta, þrístöðu og í 60 skotum. Unnust 7 gullverðlaun, tvenn silfurerðlaun og tvenn bronsverðlaun og samtals fengu félagar í Skotís 11 verðlaun.

Á laugardaginn var keppt í 60 skotum. Guðmundur Valdemarsson varð efstur , Valur Richter annar og Leifur Bremnes þriðji. Í kvennaflokki vann Helena Þóra Sigurbjörnsdóttur gull og í unglingaflokki fékk Karen Rós Weronika Valsdóttir gullverðlaun. Öll eru þau keppendur frá Skotís.

Í liðakeppni varð lið Skotís með 1836.2 stig og hreppti fyrsta sæti og annað sæti hlaut lið SR með 1790 stig.

Í gær var keppt í þrístöðu í skotfimi og unnust fjögur verðlaun.

Í 1. sæti varð Þórir Kristinsson, SR, með 538 stig. Í öðru sæti varð Valur Richter, Skotís með 519 stig og í 3. sæti varð Leifur Bremnes með 502 stig. Lið Skotis náði svo fyrsta sæti. Lið Skotís skipuðu þeir Leifur, Valur og Tojan Alnashi.

Íslandsmeistaramót í bogfimi u18 og u21 fór fram um helgina. Kristjana Rögn í Skotís tryggði sér gull fyrir langboga kvenna yngri en 18 ára og í sama aldursflokki og varð Íslandsmeistari í báðum flokkum. Svo var Maria Kozak Skotís  með gull  u21og unisex flokki u21 og vann þannig tvo Íslandsmeistaratitla.

Verðlaunahafar Skotís á landsmótinu á Ísafirði.

Myndir: Skotís.

DEILA