Púkinn – Hvers vegna búum við hér?

Púkinn, barna­menn­ing­ar­hátíð á Vest­fjörðum verður haldin í annað sinn 15. til 26. apríl. Einstak­lingar, skólar og stofn­anir eru hvött til að efna til viðburða á hátíð­inni.

Þema hátíð­ar­innar í ár er Hvers vegna búum við hér?

Að þessu sinni verður lögð áhersla á heimatilbúin atriði, gjarnan með þátttöku foreldra. Hátíðin verður haldin um allan Vestfjarðakjálkann og er ætluð börnum á grunnskólaaldri.

Frestur til að skrá viðburði er til og með 2. apríl.

Það er hægt að sækja um styrki til viðburðahalds á hátíðinni. Heildarupphæð styrkja verður 800.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða í síma 450 6611

DEILA