Ísafjörður: Aldrei fór ég suður – 20 ára

Kristján Freyr Halldórsson er rokkstjóri hátíðarinnar og sá um kynninguna og hafði sér til halds og trausts tvö ungmenni sem eru jafngömul hátíðinni. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tónlistarhátíðin aldrei fór ég suður verður 20 ára í vor. Hátíðin var fyrst haldin um páskana 2004. Dagskrá næstu hátíðar var kynnt í dag í Turnhúsinu á Ísafirði. Hún verður haldin dagana 29. mars og 30. mars. Að venju koma fram margar hljómsveitir. Þar verður lúðrahljómsveit Tónlistarskóla Ísafjarðar og meðal fleiri heimamanna verða þarna Mugison, Helgi Björnsson og Celebs.

Af öðrum sveitum má nefna Bogomil font, Ham, of Monsters and Men, GDRN, Emmsjé Gauti og sigurvergarinn í næstu músiktilraunum.

Kynning á fyrstu Aldrei tónleikunum 2004. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hannaði.

Lúðrahljómsveit Tónlistarskólans á Ísafirði lék nokkur lög á kynningarathöfninni í gær.

DEILA