Ísafjarðabær: sótt um styrki að fjárhæð 42 m.kr. til uppbyggingar

Frá framkvæmdum Skotíþróttafélags Ísafjarðar á Torfnesi.

Sótt var um samtals 42.363.899 kr styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja í ár frá níu íþróttafélögum. Heildarupphæð til úthlutunar er 12.000.000 kr.

Umsóknirnar voru lagðar fram á fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar. Nefndin frestaði úthlutun og fól starfsmönnum nefndarinnar að útbúa matskvarða til að forgangsraða umsóknum um uppbyggingarsamninga.

Umsóknirnar sem bárust voru eftirfarandi:

Körfuknattleiksdeild Vestra: Uppbygging körfuboltavallar í Holtahverfi.
Upphæð 2.200.000 kr.-
Skíðafélag Ísfirðinga: Endurbætur á snjógirðingum á Seljalandsdal.
Upphæð 2.800.000kr.-
Skíðafélag Ísfirðinga: Vatnslögn við barnasvæði fyrir snjóframleiðslu.
Upphæð 3.600.000 kr.-
Golfklúbbur Ísafjarðar: Vökvunarbúnaður fyrir flatir á golfvellinum í Tungadal.
Upphæð 5.830.000 kr.-
Golfklúbburinn Gláma: Tækjabúnaður.
Upphæð 2.000.000 kr.-
Klifurfélag Vestfjarða: Klifurveggur (Moon kerfisveggur).
Upphæð 1.160.000 kr.-
Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar: Aðstaða við áhorfendastúku, salernisaðstaða, pípulagnir, raflagnir, innréttingar, útihurðir og gluggar.
Upphæð 18.468.899 kr.-
Knattspyrnudeild Vestra: Svalir við vallarhús.
Upphæð 2.115.000 kr.-
Knattspyrnudeild Vestra: Nýjar hurðir í búningasklefa í vallarhúsi ásamt skápum í leikmanna og dómaraklefa.
Upphæð 4.190.000 kr.-

DEILA