Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa?

Fimmtudaginn 21. mars mun Umhverfisstofnun standa fyrir ársfundi náttúruverndarnefnda í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða og Samband íslenskra sveitarfélaga í Edinborgarsal á Ísafirði.

Umfjöllunarefni fundarins eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa.

  • Hvaða áhrif hafa skemmtiferðaskipin á náttúru og samfélag?
  • Hvaða verkefni er verið að vinna um landið til að auka á sjálfbærni ferðamennsku á skemmtiferðaskipum?

Sveitarfélög og stofnanir hafa unnið að fjölmörgum verkefnum í samvinnu við skipafélög og markaðsstofur. Auk þess hafa fyrirtæki leitað leiða til að bæta upplifun gesta sinna og um leið samfélags og náttúru. Fundurinn er hugsaður sem vettvangur til að skiptast á hugmyndum, læra af reynslu annarra og ná árangri til aukinnar sjálfbærni.

Ársfundir náttúruverndarnefnda eru  samráðs- og upplýsingavettvangur fyrir fulltrúa í náttúruverndarnefndum sveitarfélaga. 

Fundurinn verður blanda af stað- og fjarfundi og verður öllum opinn sem áhuga hafa á málefninu. Dagskrá og skráning er opin á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Þeim sem sækja fundinn er bent á að skrásetningargjald er innheimt en boðið verður upp á kaffiveitingar og hádegismat.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á facebook og á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Davíð Örvar Hansson,

sérfræðingur á sviði náttúruverndarsvæða

Umhverfisstofnun

DEILA