Forseti Íslands á aðalfundi Sögufélags Ísfirðinga

Guðni Th. Jóhannesson flytur erindi sitt.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var heiðursgestur á aðalfundi Sögufélags Ísfirðinga sem haldinn var í dag í Safnahúsinu á Ísafirði. Fundurinn var vel sóttur og að loknum aðalfundarstörfum flutti Guðni Th. erindi um útfærslu landhelginnar á síðustu öld. Hann vinnur að framhaldi að sögu útfærslunnar en áður hefur komið út bók eftir hann um tímabilinið 1961-1971. Guðni Th. sagði að áformað væri að bókin kæmi út á næsta ári og fjallað væri um árin eftir 1971, sem voru viðburðarrík með 50 mílna landhelginni 1972 og síðan 200 mílna landhelginni 1975.

Stjórn Sögufélagsins var endurkjörin og er Björgvin Bjarnason formaður.

Björgvin Bjarnason formaður Sögufélagsins, Einars K. Guðfinnsson fundarstjóri og fyrrv. forseti Alþingis og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Hvert sæti var skipað á fundinum. Frá vinstri: Gylfi Þ. Gíslason, Þorsteinn Jóhannesson, Smári Haraldsson og Gunnar Tryggvason.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA