Fiskveiðar og arkitektúr í Vísindaporti

Í Vísindaporti föstudaginn 22. mars mun André Tavares,arkitekt,halda erindi sem nefnist „Fiskveiðar og arkitektúr.Samfellan í vistfræðilegu þróunarferli bygginga og fisktegunda. Að hve miklu leyti getur fiskur mótað byggingarlist?“

Í erindi sínu mun André Tavares rekja félagsvistfræðilega sögu byggingarlistar í Norður -Atlandshafi í tengslum við fiskveiðar. Skoðuð verða tengsl milli sjávarumhverfis og landslags, og einnig verður lagt mat á vistfræðileg áhrif sjávarútvegsmannvirkja og náttúruauðlinda sem þau reiða sig á.

Seinna þennan sama dag kl. 16:00 verður kynning og almennar umræður um vinnustofuna Cod, Construction and Communities, Tracing Ísafjörður´s Ecologies þar sem þessi fræði verða skoðuð út frá sjónarhóli arkitektúrs annarsvegar og fiskveiða hinsvegar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og styrkt af Evrópusambandinu.

André Tavares er arkitekt og starfar sem fræðimaður við arkitektúrdeild háskólans í Porto þar sem hann leiðir verkefnið “Fiskveiðar og arkitektúr”. Hann stjórnaði 2016 Lisbon Architecture Triennale, Form of Form, og hefur skrifað fræðibækur um arkitektúr eins og The Anatomy of the Architectural Book og Vitruvius Without Text ásamt óútkominni bók Architecture Follows Fish.

.

Erindið er á ensku og fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða frá kl. 12.10 til 13.00

Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna slóðina hér:

https://eu01web.zoom.us/j/6994747

DEILA