Feðgar með tónleika í Eistlandi

Ljósmyndir Haide Rannakivi

Klarínettuleikarinn og skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur Selvadore Rähni og sonur hans píanóleikarinn Oliver Rähni sem er fyrrverandi nemandi og kennari skólans komu fram á tvennum tónleikum með Pärnu borgarhljómsveitinni í Eistlandi undir stjórn Mikk Murdvee.

Tónleikarnir voru partur af tónleikaröð vegna 30. ára afmælis hljómsveitarinnar og fóru fram í nýja Tubin Tónleikasalnum í Tartu og í Tónleikahúsinu í Pärnu.

Á efnisskránni voru tveir einleikskonsertar.

Selvadore flutti Klarínettukonsertinn fræga eftir W. A. Mozart sem er jafnframt uppáhaldskonsertinn hans. Hann spilaði verkið fyrst einungis 15 ára gamall og þá bæði í Eistland og í Moskvu.

Oliver flutti Píanókonsert nr. 1 eftir C. M. von Weber og var þetta opinber frumflutningur verksins í Eistlandi.

Oliver stundar nú píanónám við Listaháskóla Íslands hjá Peter Maté og Eddu Erlendsdóttur.

Tónleikarnir voru ákaflega vel heppnaðir og hlutu flytjendur mikið lof fyrir hjá tónleikagestum.

DEILA