Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum

Allir helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir vegna veðurs. Á það við um Dynjandisheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Klettháls og Þröskulda. Vindur er yfir 20 metrum á sek. Þá er einnig mjög hvasst í Ísafjarðardjúpi. Ófært er norðan Steingrímsfjarðar í Strandasýslu.

Vegagerðin ráðleggur vegfarendum að fara ekki af stað nema kanna ástand vega áður. 

DEILA