Viltu efla íþróttastarf á Vestfjörðum

ÍSÍ og UMFÍ leitar að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu. Tveir þeirra munu starfa á Vestfjörðum

Starfsmennirnir verða staðsettir á átta svæðisskrifstofum um allt land en tveir starfsmenn verða á hverri stöð. Horft er til þess að starfsmennirnir sextán muni vinna saman sem einn þar sem styrkleikar og hæfileikar hvers og eins verða nýttir. 

Starfsfólk svæðisskrifstofanna tekur þátt í að skapa tækifæri og þróa árangursríkt íþróttaumhverfi fyrir börn – og ungmenni, fá tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að hámarka tækifæri barna og ungmenna til íþróttaiðkunar. 

Starfsemi svæðisskrifstofanna byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild er grundvallaratriði.  

Vestfirðir:
Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF)
Héraðssamband Bolungarvíkur (HSB)
Héraðssamband Strandamanna (HSS)
Héraðssamband Vestfirðinga (HSV)
Sækja um starfið á Vestfjörðum

DEILA