Íbúum á Vestfjörðum fjölgar

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 802 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. mars 2024 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 192 íbúa.

Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 6 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 86 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 80 íbúa.

Á Vestfjörðum fjölgaði um 22 eða 0,3%. Hlutfallslega var fjölgunin mest í Bolungarvík 1% en íbúum í Ísafjarðarbæ fjölgaði um 18 eða 0,5%

Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2023 um 10% en íbúum þar fjölgaði um 6 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Kjósarhreppi eða 4,7% en þar fjölgaði íbúum um 13 einstaklinga frá 1. desember 2023. 

Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 20 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 44 sveitarfélögum.

DEILA