Vestri: margar ástæður fyrir óánægju

Samúel Samúelsson.

Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs knattspyrnudeildar Vestra telur í færslu á facebook upp helstu ástæður fyrir því hvers vegna hann er ósáttur við Ísafjarðarbæ varðandi aðstöðu fyrir knattspyrnuaðstöðu í bænum.

Snjóhreinsun af Torfnesvellinum: „Það þarf bara að gera það töluvert fyrr, betur og oftar. Áhaldarhusið sem hefur séð um snjóhreinsun vinna ekki eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum.“

Æfingavöllurinn : „Það vantar mörk, linur og að klára frágang á honum svo að hann sé spil hæfur. Við fengum uthlutaða 3 heimaleiki í Lengjubikarmum í fyrsta skipti í mörg ár, ég hef endalaust vælt yfir ferðakostnaði félaga á landsbyggðinni. Ef völlurinn verður ekki klár þá þurfum við að leitast eftir því að spila þessa 3 leiki í öðru sveitarfélagi með tilheyrandi kostnaði.“

Vallarhusið : „það er ekki starfsmaður í því, það eru 150-200 iðkendur sem ganga um husið á degi hverjum, börn, unglingar og fullorðið fólk. Það þarf að þrífa og viðhalda þessu húsi eins og öðrum mannvirkjum bæjarins. Þrifum er mjög svo ábótavant. Viðhald er gott sem ekkert, það eru rakaskemmdir í veggjum, máling flögnuð af veggjum, ónýtar hurðir. Óþjettir gluggar og svo áfram má telja.“

Aðkoman „að svæðinu er algjörlega óboðleg yfir vetrartímann þar sem að það er ekki mokað. Báðir mfl flokkar félagsins eru að æfa þarna 17-19 + skotveiði strákarnir á æfingum og svæðið tekur ekki á móti þeim fjölda bila sem eru þarna á þessum tíma.“

„Svo ekki sé minst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið.“

„Svo er það þjónustusamningurinn sem við höfum verið með síðustu 2-3 árin. Vestri hefur fengið samning við bæinn, við höfum ráðið mann sem hefur séð um svæðið og unnið þá vinnu sem þarf að vinna eftir því hvernig okkur hentar. Það hefur gengið mjög vel. Við gerðumst svo djarfir að óska eftir auka mánuði við þenann samning, ástæðan fyrir því er að keppnistímabilið hjá mfl eru 7 mánuðir eða apríl – október. Þó svo að fótbolti sé nú orðið í dag bara heilsárssport. En fyrsti leikur var 20. janúar og síðasti leikur ársins verður 26. október.“

Færslunni lýkur Samúel með þessum orðum: „Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við erum ósatt við Ísafjarðarbæ. Ég hef komið á all flesta velli í kringum landið og farið inn í mörg íþróttamannvirki og á í daglegum samskiptum við við fólk sem sinnir sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélög. Á flestum ef ekki öllum stöðum eru bæjarfélög að styðja við og styrkja, auðvelda vinnu sjálfboðaliðana en hér fyrir Vestan er allt gert til að gera okkur ervitt fyrir. Það þykir mér ver og miður.“

DEILA