Skipulagsstofnun hefur til meðferðar erindi um stækkun Úlfsárvirkjunar í Dagverðardal í Skutulsfirði. Virkjunin var gangsett í maí 2019. Nú áformar framkvæmdaraðili að auka aflgetu virkjunarinnar úr 200kW í 460kW með breytingum á vélbúnaði virkjunarinnar. Vatnsnotkun fyrir aflaukningu er um 0,120 m3/sek. Hámarksvatnsnotkun eftir aflaukningu verður 0,280 m3/sek við full afköst.
Skipuagsstofnun tekur ákvörðun um það hvort breytingin þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Í lýsingu á framkvæmdum segir að engin meiriháttar veglagning verði vegna framkvæmda þar sem aflagður þjóðvegur um neðra Austmannsfall að Breiðadalsheiði verður nýttur. Fallpípa frá vatnsinntaki að stöðvarhúsi verður alfarið grafin í gamla þjóðveginn nema þar sem hún sveigir í átt að inntaki og stöðvarhúsi, því mun rask á landi meðfram Úlfsá ekki verða fyrir raski. Áhrifasvæði virkjunarinnar er á 2.5 km. kafla og athafnasvæði að mest öllu leiti á áður snortnu landi þar sem þjóðvegur Breiðadals og Botnsheiðar lá áður um Dagverðardal upp um Austmannsfall. Stöðvarhús verður staðsett um 260 m. ofan við efnisnámu í Dagverðardal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar segir í umsögn sinni um málið að nefndin líti svo á að þar sem ekki er þörf á frekari framkvæmdum við þessa aflaukningu hafi þetta þar með lítil áhrif á umhverfi virkjunarinnar.