Þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í síðustu viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Um var að ræða árekstur tveggja bifreiða í göngunum undir Breiðadals- og Botnsheiði. Engin slys urðu á ökumönnum eða farþegum.

Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Flateyrarvegi. Ökumaður og farþegar voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en ekki reyndist um alvarleg meiðsl að ræða.

Daginn eftir missti annar ökumaður stjórn á bifreið sinni á sama vegi. Hann sakaði ekki.

Mikilvægt er að ökumenn hafi í huga að akstursskilyrði eru ekki með besta móti þessa dagana, hálka og snjóþekja á flestum vegum.

Þá vill lögreglan minna vegfarendur sem aka á milli landshluta að reyna að haga ferðum sínum með þeim hætti að þær eigi sér stað á þjónustutíma Vegagerðarinnar.

DEILA