Súðavíkurhlíð lokað í kvöld

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt að veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur verði lokað í kvöld eftir að vegaþjónustu Vegagarðarinnar lýkur, eða ekki seinna en kl. 22:00 í kvöld.

Er þetta gert af öryggisástæðum, en aukin snjóflóðahætta er í hlíðinni ofan vegarins.

Ef allt fer að óskum verður vegurinn opnaður fyrir umferð kl.07:00 í fyrramálið segir í tilkynningunni.

Á vefsiðunni umferdin.is má fylgjast með veðri og færð á vegum. Og eins eru gefnar upplýsingar í símanúmerinu 1777.

DEILA