Sjávarútvegur: skattspor 85 milljarðar króna 2022

Frá Ísafjarðarhöfn á sjómannadaginn. Mynd: verkvest.is.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa birt upplýsingar um skattspor sjávarútvegsins á tíu ára tímabili 2013 til 2022. Segir að skattspor sjávarútvegsins hafi eflaust aldrei verið stærra en á árinu 2022 á föstu verðlagi. Ekki er tekið með í þessari samantekt skattspor tengdra greina svo sem fiskeldis og þjónustu eð nýsköpunar– og tæknifyrirtæki sem nýta hliðarafurðir úr afla eða þróa hátæknibúnað sem snýr að meðferð á afla eða afurðavinnslu. ,

Veiðigjaldið var 7,9 milljarðar króna , en hæstu fjárhæðirnar eru staðgreiðsla, lífeyrissjóður og tekjuskattur.

Fram kemur að veiðigjaldið fyrstu 10 mánuði 2023 hafi verið 8,8 milljarðar króna og hafi hækkað verulega frá sama tímabili á árinu 2022 þegar veiðigjaldið var 6,6 milljarðar króna. Telja samtökin að veiðigjaldið fyrir allt árið 2023 stefni í 10 milljarða króna.

DEILA