Sameining sveitarfélaga : kosið í kjörstjórn

Mynd af vefnum www.vestfirdingar.is. Teikning Rán Flyering.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðar hafa hvor um sig samþykkt samhljóða tillögu undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps að skipa sameiginlega kjörstjórn til að undirbúa sveitarstjórnarkosningar sem verða 4. maí næstkomandi og að þeirri kjörstjórn verði einnig falið að undirbúa forsetakosningar í júní í samráði við kjörstjórnir hvors sveitarfélags þar sem forsetakosningarnar munu eiga sér stað eftir að sameiginlegt sveitarfélag hefur tekið til starfa.

Bæjarstjórn samþykkti jafnframt samhljóða að sameiginleg kjörstjórn verði þannig skipuð:

Aðalfulltrúar:
Finnbjörn Bjarnason
Hafdís Rut Rudolfsdóttir
Sigurvin Hreiðarsson

Varafulltrúar:
Edda Kristín Eiríksdóttir
María Úlfarsdóttir
Thelma Dögg Theodórsdóttir

DEILA