Ráðherra með skrifstofu í Bolungavík

Á mánudaginn, þann 12. febrúar verður háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir með skrifstofu í Ráðhúsinu í Bolungavík frá kl 15.

Það er viðeigandi að skrifstofa verður í húsnæði nýsköpunarfyrirtækisins Bláma, sem er á 2. hæð hússinsog svo má bæta því við að eittt af níu rannsóknarsetrum Háskóla Íslands er í Bolungavík. Þar eru stundaðar grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir á lífríki sjávar og strandsvæða og nýtingu sjávarafurða.

Frá því að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið tók til starfa í febrúar 2022 hefur ráðuneytið verið opið fyrir störfum óháð staðsetningu og eru störf ráðherra þar engin undantekning. Segir í kynningu á vef ráðuneytisins að í þessu felist að starfsemi ráðuneytisins er ekki bundin við aðalstarfsstöð þess í Reykjavík. Með því að staðsetja skrifstofu ráðherra víðs vegar um landið gefst mikilvægt tækifæri til aukinnar tengslamyndunar og samstarfs við háskóla, stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga um land allt.

Í nóvember í fyrra var ráðherrann með skrifstofu sína í Vesturbyggð.

DEILA