Patreksfjörður: enginn lyfjafræðingur við apótekið

Apótek Lyfju á Patreksfirði.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps tók fyrir að frumkvæði Jóhanns Arnar Hreiðarssonar þá óvenjulegu stöðu að enginn lyfjafræðingur er starfandi við apótekið á Patreksfirði. Ályktaði sveitarstjórnin um það og bendir á að þjónustan við íbúa hafi versnað til muna.

„Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir alvarlegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem er komin upp þegar enginn lyfjafræðingur er lengur starfandi í apóteki á Patreksfirði. Með því hefur þjónusta við íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum versnað til muna. Undanfarið hefur komið upp að lyf eru ekki til á lager og þarf að panta lyfin með allt að þriggja daga fyrirvara auk þess sem afgreiðsla tekur nú mun lengri tíma en áður var. Það starfsfólk sem nú starfar hjá Lyfju á Patreksfirði gerir sitt besta og á lof skilið fyrir sín
störf, en það hefur ekki sérþekkingu lyfjafræðings og getur því ekki veitt þá þjónustu sem
slíkur sérfræðingur veitir.“

DEILA