Ísafjörður: aparólan verði færð

Komin er fram tillaga um að færa aparóluna fjær íbúðarhúsum við Túngötu sem Ísafjarðarbær hyggst reisa á Eyrartúninu. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fól í morgun bæjarstjóra að vinna að formlegri samþykkt málsins og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Jafnframt var bæjarstjóra falið að taka saman umframkostnað vegna þessara breytinga og leggja fyrir bæjarráð.

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnaði því í október sl. að framkvæmdin væri leyfisskyld. Áformin voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis og auðlindamál sem 22. desember 2023 vísaði kærunni frá þar sem ákörðun nefndarinnar væri ekki stjórnvaldsákvörðun tekin á grundvelli skipulagslaga og því ekki kæranleg.

DEILA