Hörmungardagar á Hólmavík

Hörmungardagar verða haldnir helgina 9.-11. febrúar næstkomandi. Fyrirvarinn er vissulega stuttur, en ógæfan gerir sjaldan boð á undan sér.

Dagskrá: (með fyrirvara um breytingar og að allt muni fara úr skorðum)

Föstudagur:

18:00 Pöbbarölt sem hefst á Galdri Brugghúsi.

Galdrasafnið:
20:00 Siggi Atla – Minningardagskrá – Kaffi Galdur.
Sigga Atla skrall verður haldið á Galdrasýningu á Ströndum föstudagskvöldið 9. febrúar næstkomandi, milli kl. 20-23. Þar verður óformleg dagskrá, gleðilæti, gamansögur og bjórdrykkja í hávegum höfð. Öll eru velkomin. Bent er á að tala þarf við Galdra-Jón Jónsson ef fólk vill troða upp, en hann hefur þó sennilega bæði litla og takmarkaða stjórn á viðburðinum, ef að líkum lætur.
Fyrr um daginn verður boðið upp á dýrindis kræklingarétt á Kaffi Galdri að hætti Sigga Atla, í tengslum við skrallið.

Laugardagur:

Galdrasafnið:
11:00 Slökunarjóga með Esther
13:00 Miðgarðsorma vinnustofa á Kaffi Galdri
14:00 Hörmungarleikar
16:00 Krakkakviss um hörmungar á Kaffi Galdri

Galdur Brugghús:
20:00 – Fyrir utan Galdur Brugghús – Minnsti varðeldur í heimi með keðjusöng ásamt flugeldasýningu
20:15 – Open mic, 5 aura brandarakeppni, komum okkur í tuðgír, fyrsta heims vandamál rædd.
21:00 – Galdur Brugghús: Ögurstund (reverse happy hour) á Galdri Brugghúsi – Allir bjórar á tvöföldu verði, en ágóðinn fer til Björgunarsveitarinnar.
21:20 – Drengurinn Fengurinn með tónleika
22:00 – Svavar Knútur með hörmulegt DJ-Set

Sunnudagur:

Rósubúð
12:00 – Björgunarsveitin heldur upp á 112 daginn.
Opið hús og allur búnaður og tæki verða til sýnis.
Kaffiveitingar í boði.

Sauðfjársetrið:
14:00 – Bollukaffi á Sauðfjársetrinu.
16:00 – Dúllurnar flytja harmkvæði
16:30 – Keppni í að gera sorglegasta snjókarlinn á vegum Náttúrubarnaskólans

DEILA